Í kvöld: 19:15 Fylkir - Breiðablik
Fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur í kvöld þegar Fylkir og Breiðablik eigast við í Árbænum klukkan 19:15. Fótbolti.net verður að sjálfsögðu á vellinum með beina textalýsingu og bak við tjöldin gegnum Snapchat: Fotboltinet.
„Það er góð tilfinning og það verður gaman að byrja þetta loksins," segir Andrés Már Jóhannesson sem er lykilmaður hjá Árbæjarliðinu.
„Það er spes að byrja þetta svona á eftir öðrum liðum en það er allt í góðu. Það var sérstakt að fylgjast með öllum öðrum liðum fara af stað meðan við sátum heima en maður er alveg kominn yfir það og er gíraður í þetta. Við mætum af fullum krafti og gefum ekkert eftir."
„Við höfum skoðað Blikaliðið vel og vitum hversu megnugir þeir eru. Við erum líka öflugir, höfum staðið okkur vel í vetur og þurfum bara að sýna okkar rétta andlit. Við höfum öflugan hóp og mikla breidd og ég geri miklar væntingar um að við stöndum okkur vel í sumar, betur en síðustu ár."
Leikurinn átti upphaflega að vera um síðustu helgi en var færður svo viðkvæmur Fylisvellurinn fengi nokkra daga í viðbót til að verða betri.
„Völlurinn er allur að koma til en á eitthvað í land enn,"segir Andrés.
Textalýsingin hefst hér á Fótbolta.net klukkan 18 með uppitunarmolum.
Athugasemdir