Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 07. maí 2015 08:30
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Damir: Frábært að vera í þessu liði
Í kvöld: 19:15 Fylkir - Breiðablik
Damir hefur verið öflugur í vörn Blika.
Damir hefur verið öflugur í vörn Blika.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur í kvöld þegar Fylkir og Breiðablik eigast við í Árbænum klukkan 19:15. Fótbolti.net verður að sjálfsögðu á vellinum með beina textalýsingu og bak við tjöldin gegnum Snapchat: Fotboltinet.

„Ég er mjög spenntur en við Blikar erum samt alveg sultuslakir," segir miðvörðurinn Damir Muminovic hjá Breiðabliki.

Ljóst er að vallaraðstæður verða ekki upp á sitt besta í kvöld en Fylkisvöllurinn er mjög viðkvæmur og var leikurinn færður um nokkra daga til að hann yrði eitthvað betri.

„Þetta verður bara stríð held ég. Flestir vellir á landinu eru lélegir og ekki hægt að búast við sambabolta. Baráttan er að sem ræður úrslitum í þessum fyrstu umferðum."

Blikum hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu og unnu bæði Fótbolta.net mótið og Lengjubikarinn. Liðið hefur fengið fá mörk á sig. Damir og Elfar Freyr Helgason hafa náð vel saman í hjarta varnarinnar og Gunnleifur Gunnleifsson verið í stuði fyrir aftan.

„Það er frábært að vera í þessu liði og mórallinn og allt í kringum liðið er bara geggjað. Nánast allir leikirnir í Lengjubikarnum voru góðir hjá okkur. Ég og Elfar höfum spilað vel og liðið ekki fengið mörg mörk á sig í Lengjubikarnum og þetta er allt að smella hjá okkur. Við erum ekkert stressaðir," segir Damir.

Hann vonast eftir mjög góðri mætingu í kvöld enda um að ræða eina leik kvöldsins.

„Þetta er fyrsti leikur í mótinu og ég vonast eftir því að það verði fullt af Blikum á vellinum, við þurfum á stuðningnum að halda."
Athugasemdir
banner
banner
banner