Guðjón Pétur Lýðsson kom inn í hálfleik þegar Fylkir og Breiðablik áttust við í Pepsi-deildinni. Hann var ekki búinn að vera lengi inná vellinum þegar hann fór á vítapunktinn og skoraði 1-1 sem urðu lokatölur.
Guðjón var ánægður með Gunnleif Gunnleifsson markvörð sem varði víti og kom í veg fyrir að Fylkir kæmist yfir 2-1.
Guðjón var ánægður með Gunnleif Gunnleifsson markvörð sem varði víti og kom í veg fyrir að Fylkir kæmist yfir 2-1.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 1 Breiðablik
„Gulli bjargaði okkur meistaralega með því að verja þetta víti. Við hljótum að vera nokkuð sáttir," sagði Guðjón.
„Þeir sem þekkja mig vita það að ég fíla ekki að vera á bekknum. Ég var staðráðinn í að gera eitthvað af viti þegar ég kom inná og það tókst ágætlega."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir