Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fim 07. maí 2015 05:55
Elvar Geir Magnússon
Ísland í dag - Fylkir og Breiðablik ljúka umferðinni
Líkleg byrjunarlið
Flautað verður til leiks 19:15.
Flautað verður til leiks 19:15.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur í kvöld þegar Fylkir og Breiðablik eigast við í Lautinni. Ljóst er að vallaraðstæður verða ekki upp á sitt besta í kvöld en Fylkisvöllurinn er mjög viðkvæmur og var leikurinn færður um nokkra daga til að hann yrði eitthvað betri.

Blikum hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu og unnu bæði Fótbolta.net mótið og Lengjubikarinn en Arnar Grétarsson tók við liðinu á liðnum vetri. Fylkismenn binda miklar vonir við árangur í sumar enda leikmannahópurinn orðinn nánast fullmótaður mun fyrr en venjan er í Árbænum.

Elís Rafn Björnsson kom Fylki yfir þegar þessi lið áttust við í Lautinni í fyrra en Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði í 1-1 og urðu það lokatölur.

Hér fyrir neðan má sjá líkleg byrjunarlið fyrir leik kvöldsins.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 en bein textalýsing hér á Fótbolta.net hefst klukkan 18. Gunnar Jarl Jónsson sér um að dæma þennan leik í kvöld.

Í kvöld:
19:15 Fylkir - Breiðablik (Fylkisvöllur)




Athugasemdir
banner
banner