Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 07. maí 2016 10:15
Magnús Már Einarsson
Valorie O'Brien: Stefnum á að enda ofar en þriðja sæti
Valorie O' Brien í leik með Selfossi árið 2013.
Valorie O' Brien í leik með Selfossi árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net
„Ég er ekki hissa á að vera spáð 6. sætinu. Við erum lítið bæjarfélag og ekki lengur með stórt nafn eins og Dagnýju Brynjars. Ég held að það sé auðvelt að vanmeta okkur," segir Valorie O'Brien þjálfari Selfyssinga en Fótbolti.net spáir liðinu 6. sæti í Pepsi-deild kvenna.

Selfoss náði sínum besta árangri í sögunni í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti deildarinnar.

„Markmið okkar er eins og alltaf að gera betur en á síðasta tímabili. Það er ekkert öðruvísí í ár. Við höfum klifrað upp töfluna undanfarin fimm ár og á þessu tímabili er stefnan sett á að enda ofar en þriðja sætið."

Selfoss fékk ekki stig í Lengjubikarnum en Valorie er þrátt fyrir það ánægð með undirbúningstímabilið.

„Undirbúningstímabilið hefur verið frábært. Það hefur verið lærdómsríkt fyrir liðið og mig. Ég er ánægð með að við höfum verið í marga mánuði að undirbúa okkur. Lið í Bandaríkjunum hafa ekki þann lúxus. Við notuðum tímann til að undirbúa okkur líkamlega, til að aðlagast breytingum á liðinu og vinna saman sem lið innan og utan vallar. Ferðin okkar til Spánar var mjög góð fyrir liðið. Það var vendipunktur fyrir okkur og við komum kröftugri til baka."

„Kjarni hópsins er öflugur og er sá sami og á síðasta tímabili. Helstu breytingarnar eru í erlendu leikmönnunum sem við höfum fengið auk þess sem Katrín Ýr er kominn aftur eftir að hafa eignast barn í fyrrasumar. Dagný lyfti upp gæðunum í fyrra en þar sem við höfum haldið sama kjarna þá er tempóið ennþá hátt þrátt fyrir breytingarnar."


Selfoss mætir ÍBV í fyrstu umferðinni á miðvikudag en Valorie býst ekki við frekari liðsstyrk fyrir þann leik.

„Nei, við ætlum ekki að fá fleiri leikmenn fyrir byrjun tímabils. Fjórir mikilvægir leikmenn hafa ekki spilað með okkur að undanförnu þar sem þeir voru að spila erlendis. Þrír af þeim eru að koma aftur eftir að hafa spilað með okkur í fyrra og þær þekkja liðið vel. Þrátt fyrir að einungis einn erlendur leikmaður sé "nýr" þá eru þær allar sterkar og koma með eldmóð inn í liðið."
Athugasemdir
banner