Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. maí 2017 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Stjarnan lék á als oddi gegn ÍBV
Stjarnan fór illa með ÍBV.
Stjarnan fór illa með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stjarnan 5 - 0 ÍBV
1-0 Hólmbert Aron Friðjónsson ('6, víti)
2-0 Jósef Kristinn Jósefsson ('24)
3-0 Hólmbert Aron Friðjónsson ('45)
4-0 Hilmar Árni Halldórsson ('70)
5-0 Guðjón Baldvinsson ('90)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Stjarnan lék á als oddi í fyrri leik dagsins í Pepsi-deild karla. Eftir jafntefli gegn Grindavík í fyrstu umferð vildu þeir vinna í dag.

Fyrsta markið kom strax eftir sex mínútur þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði úr vítaspyrnu. Leikmenn ÍBV voru alls ekki sáttir við vítaspyrnudóminn, en það er dómarinn sem dæmir.

Í kjölfarið bættu Stjörnumenn við tveimur mörkum fyrir hlé; fyrst skoraði Jósef Kristinn Jósefsson eftir langa sókn og síðan bætti Hólmbert Aron við öðru marki sínu með dúndurskoti.

Í upphafi seinni hálfleiks misstu heimamenn Hólmbert Aron af velli, en það kom ekki að sök. Hilmar Árni Halldórsson gerði fjórða mark Stjörnunnar á 70. mínútu áður en Guðjón Baldvinsson bætti við fimmta markinu í uppbótartíma.

Lokatölur í Garðabænum í dag, 5-0 fyrir Stjörnuna. Stjarnan er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina, en ÍBV er með eitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner