„Mér afnnst við vera aðeins betri. Við vorum öflugir fyrir framan markið og skoruðum þrjú mörk. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Jonathan Hendrickx, bakvörður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur liðsins á FH í kvöld.
Jonathan var að mæta á sinn gamla heimavöll í Kaplakrika en hann lék áður með FH.
„Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en þegar ég er inni á vellinum er ég leikmaður Breiðabliks. Ég sinnti mínu starfi. Ég spila fyrir Breiðablik. Það var samt skrýtin tilfinning að koma til baka."
Jonathan var að mæta á sinn gamla heimavöll í Kaplakrika en hann lék áður með FH.
„Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en þegar ég er inni á vellinum er ég leikmaður Breiðabliks. Ég sinnti mínu starfi. Ég spila fyrir Breiðablik. Það var samt skrýtin tilfinning að koma til baka."
Lestu um leikinn: FH 1 - 3 Breiðablik
Jonathan skoraði þriðja mark Breiðabiks með skoti úr aukaspyrnu. Hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn FH og sussaði á þá.
„Ég sagði þeim að þegja því að ég fékk fékk mikið af skilaboðum um að ég væri Júdas og aumingi. Ég var ekki ánægður með það. Ég ber virðingu fyrir FH og stuðningsmönnunum. Ég vildi bara að þeir myndu þegja og sýna mér virðingu."
„Ég skoraði og það er góð tilfinning. Ég svaraði inni á vellinum, það er best held ég."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir