Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   mán 07. maí 2018 21:44
Egill Sigfússon
Hendrickx: Fékk mikið af skilaboðum þar sem ég var kallaður Júdas
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Mér afnnst við vera aðeins betri. Við vorum öflugir fyrir framan markið og skoruðum þrjú mörk. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Jonathan Hendrickx, bakvörður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur liðsins á FH í kvöld.

Jonathan var að mæta á sinn gamla heimavöll í Kaplakrika en hann lék áður með FH.

„Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en þegar ég er inni á vellinum er ég leikmaður Breiðabliks. Ég sinnti mínu starfi. Ég spila fyrir Breiðablik. Það var samt skrýtin tilfinning að koma til baka."

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Breiðablik

Jonathan skoraði þriðja mark Breiðabiks með skoti úr aukaspyrnu. Hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn FH og sussaði á þá.

„Ég sagði þeim að þegja því að ég fékk fékk mikið af skilaboðum um að ég væri Júdas og aumingi. Ég var ekki ánægður með það. Ég ber virðingu fyrir FH og stuðningsmönnunum. Ég vildi bara að þeir myndu þegja og sýna mér virðingu."

„Ég skoraði og það er góð tilfinning. Ég svaraði inni á vellinum, það er best held ég."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir