
Breiðablik 2 – 0 Höttur
1-0 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (´1)
2-0 Fanndís Friðriksdóttir (´74)
1-0 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (´1)
2-0 Fanndís Friðriksdóttir (´74)
Breiðablik er komið áfram í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna eftir 2-0 sigur gegn Hetti í dag.
Fyrra mark leiksins var svo sannarlega ekki lengi á leiðinni, en það skoraði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir strax á 1. mínútu.
Óhætt er að segja að Breiðablik hafi ráðið lögum og lofum í leiknum. Liðið átti yfir 30 skot og bætti við marki á 74. mínútu. Þar var á ferðinni Fanndís Friðriksdóttir.
Ekki urðu mörkin fleiri en sigurinn dugði Blikum til að komast áfram í næstu umferð.
Athugasemdir