Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks gat leyft sér að brosa örlítið eftir að hans menn sóttu 0-2 sigur á erfiðan heimavöll Leiknis í Pepsi deildinni í kvöld.
„Ég var hræddur fyrir þennan leik, ég er búinn að sjá síðustu þrjá leiki hjá þeim og þeir eru með gríðarlega gott lið og vel skipulagðir og hafa verið að spila virkilega vel," sagði Arnar Grétarsson í samtali við Fótbolta.net
„Ég var hræddur fyrir þennan leik, ég er búinn að sjá síðustu þrjá leiki hjá þeim og þeir eru með gríðarlega gott lið og vel skipulagðir og hafa verið að spila virkilega vel," sagði Arnar Grétarsson í samtali við Fótbolta.net
Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 2 Breiðablik
„Ég er mjög ánægður með mannskapinn í dag, við gáfum lítið af færum á okkur og sköpuðum talsvert af færum í seinni hálfleik."
Höskuldur Gunnlaugsson er búinn að byrja þetta mót frábærlega.
„Heilt yfir þá erum við með virkilega góðan hóp og alltaf einhver sem stígur upp og núna er það Höskuldur. Hann er að taka mikið skref fram á við og með er með rosalegan metnað," sagði Arnar.
„Við þurfum að halda okkur á jörðinni, við erum ekki búnir að vinna eitt né neitt hingað til!
Athugasemdir