Áður en íslenska landsliðið steig upp í flugvél til Frakklands í Leifsstöð í morgun þá fékk leikmannahópurinn að horfa á myndband þar sem fjölskyldur og vinir senda þeim baráttukveðjur.
Icelandair stóð að gerð myndbandsins ásamt Íslensku auglýsingastofunni.
Þjóðþekktum einstaklingum bregður fyrir í myndbandinu og margar skemmtilegar kveðjur koma til strákanna úr hinum ýmsu áttum.
Sjón er sögu ríkari en þetta skemmtilega myndband má sjá hér að ofan!
Athugasemdir