
Breiðablik vann öruggan sigur á Víkingi Reykjavík í Borgunarbikarnum í kvöld 5-1. Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Blika, var hæstánægður eftir leikinn.
„Við náðum inn marki snemma sem er mjög mikilvægt í svona leik. Þá misstu þeir aðeins trúna á þessu verkefni og við náðum að ganga á lagið,"
Breiðablik er í baráttu á öllum vígstöðum; deildinni, bikarnum og Evrópukeppninni.
„Nú eru þetta bara leikir og hittast þess á milli og fara í pott. Á þriðjudaginn fljúgum við út til Andorra. Ég hef aldrei spilað í Evrópukeppni áður og gaman að taka þátt í því."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir