Breiðablik átti ekki í vandræðum með Víking Reykjavík í bikarnum í kvöld. Blikar unnu 5-1 sigur og var Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, glaður eftir leik.
„Þegar við áttuðum okkur á því að það þýddi ekki að spila boltanum beint í gegnum miðjuna þá fannst mér við hafa góð tök á þessu. Ég er ánægður með að menn eyddu ekki of mikilli orku. Þetta var öruggt um miðjan seinni hálfleikinn,"
„Þetta var sá munur sem ég vill sjá á mínu liði og liði úr 1. deild. Það er ágætis taktur á liðinu."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir