Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 07. júlí 2015 15:45
Magnús Már Einarsson
Asamoah Gyan að verða einn launahæsti leikmaður heims
Asamoah Gyan er frá Gana.
Asamoah Gyan er frá Gana.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Asamoah Gyan er að verða einn launahæsti leikmaður heims.

Hinn 29 ára gamli Gyan er að ganga frá samningi við Shanghai SIPG í Kína en þjálfari þar er Sven-Goran Eriksson.

Gyan mun fá 227 þúsund pund í vikulaun eða 47 milljónir íslenskar krónur.

Gyan hefur verið að fá vel borgað undanfarin ár en frá árinu 2011 hefur hann spilað með Al Ain í Sameinuðu arabísku Furstadæmunum.

Þar áður var Gyan á mála hjá Sunderland, Rennes og Udinese.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner