Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. júlí 2015 11:07
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433 
Ásgeir Börkur vildi að Hemmi yrði ráðinn síðasta haust
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef Fylkir ætlar að stíga skrefið fram á við þá held ég að Hemmi sé algjörlega rétti maðurinn í brúnna en það er bara mín persónulega skoðun sem stuðningsmaður liðsins." - Þetta sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, núverandi fyrirliði Fylkis, í viðtali við 433.is í október í fyrra.

Ásgeir Börkur lék þá með sænska liðinu GAIS og var spurður út í þann orðróm að Hermann gæti tekið við Árbæjarliðinu.

„Hemmi Hreiðars er fyrst og fremst sigurvegari og hann er algjörlega rétti maðurinn fyrir Fylki. Fyrrum atvinnumaður, landsliðsmaður, með gríðarlega reynslu og hefur glímt við bestu framherja í heimi svo árum skiptir. Svona gæjar vaxa ekkert á trjánum og þetta er maður sem myndi gera mikið fyrir félag eins og Fylki. Það sem hefur vantað hjá klúbbnum undanfarin ár er þessi „winning-hugsunarháttur“. Félagið hefur verið í fallbaráttu og svo miðjumoði. Það þarf að koma með nýjan hugsungarhátt þarna inn og stimpla það inn í leikmennina líka," sagði Ásgeir Börkur við 433 í október.

Ásgeir Börkur gekk svo í raðir Fylkis um veturinn.

Ásmundur Arnarsson var rekinn sem þjálfari Fylkis í gær en fyrir sumarið var stefnt á baráttu um Evrópusæti. Eftir 4-0 tap gegn ÍBV í bikarnum um síðustu helgi var ákveðið að láta Ásmund fara og var Hermann ráðinn í hans stað.

Sjá einnig:
Viðtal við Hermann Hreiðarsson um nýja starfið
Athugasemdir
banner
banner
banner