„Mín ósk var að fá heimaleik," sagði Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Selfyssinga eftir að ljóst var að liðið spilar á heimavelli í undanúrslitum Borgunarbikarsins.
Selfoss mætir annað hvort KR eða Val en þessi lið mætast í 8-liða úrslitunum á laugardag.
„Bikarleikur er allt öðruvísi en deildarleikur. Þetta eru svipuð lið og þetta verður hörkuleikur, sama hverja við fáum."
Selfoss fór alla leik í bikarúrsliatleik í fyrra eftir að hafa unnið Fylki á útivelli í undanúrslitunum. Dagný býst við að stemningin verði mikil á Selfossi í kringum undanúrslitaleikinn í lok mánaðarins.
„Ég er ánægðust með að við fáum að spila á Selfossi fyrir framan bæjarfélagið og sveitarfélagið í kring. Það verður gaman að fylla stúkuna og ég reikna með að nýtt met verði sett á Selfossvelli."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir