Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. júlí 2015 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Iker Casillas vonast til að fara til Porto
Iker Casillas.
Iker Casillas.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður markvarðarins Iker Casillas hefur staðfest áhuga skjólstæðings síns á að ganga í raðir portúgalska liðsins Porto.

Framtíð hins 34 ára gamla Casillas er óljós þar sem áhugi Real Madrid á David De Gea, markverði Manchester United, þykir benda til þess að Casillas eigi ekki sæti í liðinu lengur.

Casillas er því sagður opinn fyrir því að fara frá félaginu og vonast umboðsmaður hans til þess að forráðamenn Real leyfi honum að fara.

Casillas er nokkuð spenntur fyrir tækifærinu á að ganga í raðirt Porto," sagði Carlo Cutropia, umboðsmaður Casillas.

Við vonumst til að Real Madrid muni leyfa honum að fara og auðveldi för hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner