Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. júlí 2015 05:55
Daníel Freyr Jónsson
Ísland í dag - Pepsi-kvenna og 1. deildin
Stjörnustúlkur geta komist nálægt toppliði Breiðabliks með sigri.
Stjörnustúlkur geta komist nálægt toppliði Breiðabliks með sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld hefst níunda umferð Pepsi-deildar kvenna þegar tveir leikir fara fram.

Í Vesturbænum fær KR lið Fylkis í heimsókn, en einungis eitt stig skilur liðin að. Fylkir er í sjöunda sæti með sjö stig á meðan KR er í áttunda sæti.

Á sama tíma eiga Íslandsmeistarar Stjörnunar útileik gegn botnliði Aftureldingar. Með sigri verður Stjarnan einungis stigi á eftir Breiðablik á toppnum.

Þá fara einnig fimm leikir fram í 1. deild karla í kvöld. Topplið Þróttar á þar meðal annars leik gegn Gróttu, á meðan Víkingur Ólafsvík mætir Fram.

Alla leiki kvöldsins á Íslandi má sjá hér að neðan.

þriðjudagur 7. júlí

Pepsi-deild kvenna 2015
19:15 KR-Fylkir (Alvogenvöllurinn)
19:15 Afturelding-Stjarnan (N1-völlurinn Varmá)

1. deild karla 2015
18:30 Þór-Selfoss (Þórsvöllur)
19:15 HK-Fjarðabyggð (Kórinn)
19:15 Þróttur R.-Grótta (Gervigrasvöllur Laugardal)
19:15 Víkingur Ó.-Fram (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 BÍ/Bolungarvík-Haukar (Torfnesvöllur)

3. deild karla 2015
20:00 KFR-Víðir (SS-völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner