Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. júlí 2015 10:20
Magnús Már Einarsson
Míkrónesía tapaði 46-0 - 114 mörk á sig í þremur leikjum
Mynd: Getty Images
Míkrónesía tapaði í gær 46-0 gegn Vanuatu í Kyrrahafsmótinu sem fram fer í Papúa Nýju-Gíneu þessa dagana en þar keppa U23 ára landslið karla.

Míkrónesía hefur komist í heimsfréttirnar eftir hörmulegt gengi á mótinu eins og við greindum frá um helgina tapaði liðið 38-0 gegn Fiji eftir að hafa áður tapað fyrsta leik mótsins 30-0.

Míkrónesía er því markatöluna 0-114 eftir þrjá leiki mótsins.

Í leiknum gegn Vanuatu var staðan 24-0 í hálfleik en Jean Kaltack skoraði flest mörk í leiknum eða 16 talsins.

Míkrónesía er ekki fullgildur aðili að FIFA og því er líklegt að þessi stóru töp fari ekki í heimsmetabókina þó að þau hafi vakið athygli víða um heim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner