þri 07. júlí 2015 21:09
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-kvenna: Harpa sá um Aftureldingu
Harpa Þorsteinsdóttir gerði tvö af mörkum Stjörnunnar gegn Aftureldingu.
Harpa Þorsteinsdóttir gerði tvö af mörkum Stjörnunnar gegn Aftureldingu.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Stjarnan er aðeins einu stigi frá toppliði Blika, sem á leik til góða, eftir sigur á botnliði Aftureldingar í Pepsi-deild kvenna.

Fylkir lagði þá KR-inga og er komið átta stigum frá fallbaráttusvæðinu og fjórum stigum fyrir ofan KR.

Elise Kotsakis gerði fjórða mark Aftureldingar á tímabilinu og kom liðinu yfir gegn Íslandsmeisturunum.

Gleðin varði ekki í langan tíma þar sem Harpa Þorsteinsdóttir var búin að jafna tveimur mínútum síðar og Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Stjörnustúlkum yfir fyrir leikhlé, áður en Harpa innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik.

Það var markalaust á KR-velli þar til gestirnir gerðu þrjú mörk á átta mínútna kafla og gerðu þannig út um leikinn.

KR 1 - 3 Fylkir
0-1 Shu-o Tseng ('53)
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('57)
0-3 Sara Lissy Chotosh ('61, sjálfsmark)
1-3 Sigríður María S Sigurðardóttir ('75)

Afturelding 1 - 3 Stjarnan
1-0 Elise Kotsakis ('21)
1-1 Harpa Þorsteinsdóttir ('23)
1-2 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('35)
1-3 Harpa Þorsteinsdóttir ('59)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner