Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. júlí 2015 09:30
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið 8-liða úrslita Borgunarbikarsins
Bjarni Gunnarsson fór á kostum fyrir ÍBV gegn Fylki.
Bjarni Gunnarsson fór á kostum fyrir ÍBV gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ævar Ingi skoraði fallegt mark gegn Fjölni.
Ævar Ingi skoraði fallegt mark gegn Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
8-liða úrslitum Borgunarbikarsins lauk í gær þegar 1. deildarlið KA vann 2-1 sigur gegn Fjölni. Dregið verður í undanúrslitin í hádeginu í dag í beinni lýsingu hér á síðunni.

Byrjum á því að opinbera úrvalslið úr 8-liða úrslitum en að sjálfsögðu var Fótbolti.net með fréttaritara á öllum völlum.

Bjarni Jóhannsson er þjálfari úrvalsliðsins enda KA eina 1. deildarliðið sem hefur náð þetta langt í keppninni. Góður árangur það.


Auk þess að eiga þjálfarann eru KA-menn með þrjá leikmenn í liðinu. Davíð Rúnar Bjarnason stóð sig frábærlega í hjarta varnarinnar og skoraði fyrsta mark leiksins. Í sóknarleiknum voru Elfar Árni Aðalsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson magnaðir að vanda.

KR heldur í hefðina með því að vinna bikarleiki. Liðið vann FH 2-1 í skemmtilegum leik þar sem Stefán Logi Magnússon stóð sig vel í markinu og varði nokkrum sinnum vel frá FH-ingum sem úr hörkufæri. Gary Martin skoraði sigurmarkið og Sören Frederiksen var gríðarlega vinnusamur og ógnandi.

Valsmenn unnu 2-1 útisigur á Víkingi eftir að hafa lent undir. Maður leiksins var Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaðurinn ungi í Val, en einnig fær Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði pláss í úrvalsliðinu.

Síðast en alls ekki síst eru það fulltrúar ÍBV en Eyjamenn unnu frábæran 4-0 sigur gegn Fylki. Bjarni Gunnarsson átti stjörnuleik og skoraði tvívegis, seinna markið var algjört konfekt. Ian Jeffs var afar öflugur og varnarmaðurinn Hafsteinn Briem öryggið uppmálað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner