Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. júlí 2015 11:13
Magnús Már Einarsson
Valur líklega yfir á Laugardalsvöll í ágúst
Frá Vodafonevellinum.
Frá Vodafonevellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Líklegt er að karla og kvennalið Vals spili leiki í Pepsi-deildinni í ágúst og september á Laugardalsvelli.

Leggja á gervigras á Vodafonevöllinn og framkvæmdir munu líklega hefjast í byrjun ágúst þó að nákvæm dagsetning liggi ekki fyrir.

„Það er ekki búið að klára samninginn við Reykjavíkurborg. Við vitum ekki nákvæma dagsetningu fyrr en það klárast,“ sagði Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri Vals, við Vísi.

„Verktakar eiga líka eftir að taka við verkinu. Við ætlum að vera sem lengst á Vodafone-vellinum en það verður að byrja á þessu ekki seinna en í ágúst,“ segir Jóhann.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í Borgunarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær að hann sé hrifnari af því að spila á grasi en að þessi ákvörðun Vals sé fjárhagslegs eðlis og ekki í hans höndum.

Valur varð Íslandsmeistari árið 2007 þegar liðið spilaði heimaleiki sína á Laugardalsvelli en þá voru framkvæmdir í gangi á Hlíðarenda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner