Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. júlí 2015 08:30
Daníel Freyr Jónsson
Zakaria Bakkali til Valencia á frjálsri sölu (Staðfest)
Bakkali í búningi Valencia.
Bakkali í búningi Valencia.
Mynd: Heimasíða Valencia
Valencia hefur fengið til sín vængmanninn efnilega Zakaria Bakkali og kemur hann á frjálsri sölu frá Hollandsmeisturum PSV.

Þessi 19 ára gmali belgíski leikmaður stimplaði sig inn í lið PSV leiktíðina 2013-14 þegar hann varð yngsti leikmaður í sögu hollensku deildarinnar til að skora þrennu, rúmlega 17 ára gamall.

Hann ákvað hinsvegar að yfirgefa PSV í sumar eftir að hafa fengið fá tækifæri með liðinu þegar það varð Hollandsmeistari eftir langa bið.

Valencia hefur farið mikinn á leikmannamarkaðinum í sumar og keypt leikmenn fyrir um 100 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner