Fjarðabyggð og Þór skildu jöfn í 1. deild karla í dag en Fjarðabyggð komst tvisvar yfir í leiknum.
Lestu um leikinn: Fjarðabyggð 2 - 2 Þór
„Ég myndi segja að þetta væru tvö stig töpuð. Við vorum fannst mér með leikinn og fáum klaufalegt mark á okkur þegar verið er að skalla frá. Bara gott skot utanað teyg hjá honum sem var jöfnunarmarkið og við svörum strax með marki ársins að mínu mati og svo sínum við ógeðslega barnalegan varnaleik strax eftir markið," sagði Brynjar Gestson þjálfari Fjarðabyggðar.
Brynjar var ekki sáttur með dómgæsluna í þessum leiken hann segist hafa verið almennt ósáttur með virðingaleysi sem hans lið fær á heimavelli.
„Þetta var pjúra víti en að reka hann útaf er náttúrulega gjörsamlegaút úr korti,"
„Þó að ég tuði nú aðeins þá skil ég ekki þegar þeir eu að koma hérna austur að dæma þá líður mér bara eins og við séum að spila í Kósóvó í evrópukeppni eða á útivelli eða einhver fjandnn. Öll vafaatriði, allt þetta, það fellur ekki og ég heimta það að þegar maður er hérna á heimavelli að maður fái þessi vafaatriði,"
Carl Oscar Anderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fjarðabyggð í dag og var Brynjar sáttur með frammistöðu hans.
„Hann er flottur þessi strákur. Hann gerði margt vel miðað við fyrsta leik. Ég henti honum bara út í djúpu laugina og hann var bara ótrúlega lunkinn,"
Nánar er rætt við Brynjar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir