Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 07. ágúst 2017 19:45
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 16. sæti: Watford
Lykilmaðurinn.
Lykilmaðurinn.
Mynd: Getty Images
Marco Silva er tekinn við Watford.
Marco Silva er tekinn við Watford.
Mynd: Getty Images
Will Hughes var fenginn frá Derby.
Will Hughes var fenginn frá Derby.
Mynd: Getty Images
Heurelho Gomes og Adrian Mariappa.
Heurelho Gomes og Adrian Mariappa.
Mynd: Getty Images
Flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Í vikunni kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Watford er nú kynnt til sögunnar.

Lokastaða síðasta tímabils: 17. sæti
Markahæstur á síðasta tímabili: Troy Deeney (10)

Óstöðugleiki
Walter Mazzarri var sjöundi stjóri Watford í eignartíð Gino Pozzo. Á þeirri eignartíð hefur félagið keypt að meðaltali fleiri en 20 leikmenn á tímabili.

Einhverjar stjóraráðningarnar hafa gengið upp. Þegar liðið komst upp 2014-15 voru fjórir við stjórnvölinn og sá fjórði, Slavisa Jokanovic, skilaði góðu starfi. Það kom á óvart þegar hann hætti en Quique Sanches Flores kom liðinu í 13. sæti á fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni. Eins óvænt var þegar Sanches Flores fór og Mazzarri kom í staðinn. Þau stjóraskipti gengu ekki vel.

Watford náði vissulega að forðast fall. Seint í apríl var liðið í efri helmingnum en endaði aðeins einu sæti fyrir ofan fallsæti. Það gustaði vel í kringum félagið. Stuðningsmennirnir voru ósáttir við varfærnislegan leikstíl, leikmenn voru ósáttir við stjóra sinn og tungumálaörðugleikar höfðu sitt að segja. Mazzarri talaði ekki mikla ensku.

Það voru allir sammála um að Mazzarri gæti ekki náð lengra með liðið og í stað hans var Marco Silva ráðinn. Maðurinn sem var svo nálægt því að ná því ómögulega og bjarga Hull frá falli. Það eru miklar væntingar gerðar til Silva en deildin virðist sterkari en á síðasta tímabili og hans bíður erfitt verkefni.

Stjórinn: Marco Silva
Eitt stærsta verkefni Silva verður að sameina klefann. Sundrungar gætti undir stjórn Mazzarri. Leikmannahópurinn er skipaður mönnum úr öllum heimshornum.

Hvað þarf að gerast?
Varnarsinnuð nálgun Mazzarri var vægast sagt óvinsæl. Stuðningsmenn voru óánægðir með hana og leikmenn líka, auk þess var hún litlu að skila á töflunni. Í raun fékk Watford á sig átján mörkum meira en tímabilið á undan. Silva þarf að þróa sóknarsinnaðri nálgun. Einnig þarf að skoða agamálin en ekkert lið safnaði fleiri spjöldum en Watford á síðasta tímabili.

Lykilmaður: Troy Deeney
Leiðtoginn í klefanum. Það er mikilvægt fyrir Silva stjóra að mynda gott samband við Deeney. Þrátt fyrir skort á mörkum var Deeney haldið utan liðsins fimm sinnum á lokaspretti síðasta tímabils. Watford tapaði fjórum af þeim leikjum. Hæfileikaríkur leikmaður sem skilar yfirleitt sínu.

Fylgist með: Will Hughes
Þessi 22 ára leikmaður er með hæfileika til að verða lykilmaður hjá Watford. Er loksins mættur í ensku úrvalsdeildina en Watford keypti hann frá Derby. Hæfileikaríkur miðjumaður sem lengi hefur verið talað um en slæm meiðsli 2015 hindruðu framþróun hans.

Komnir:
Tom Cleverley (Everton)
Will Hughes (Derby County)
Daniel Bachmann (Stoke)
Kiko Femenia (Alaves)
Nathaniel Chalobah (Chelsea)

Farnir:
Mario Suarez (Guizhou Hengfeng Zhicheng)
Obbi Oulare (Royal Antwerp) Lán
Steven Berghuis (Feyenoord)
Juan Carlos Paredes

Þrír fyrstu leikir: Liverpool (H), Bournemouth (Ú) og Brighton (H)

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. Watford 40 stig
17. Burnley 33 stig
18. Brighton 31 stig
19. Huddersfield 24 stig
20. Swansea 16 stig

Spámennirnir: Alexander Freyr Einarsson, Arnar Geir Halldórsson, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson og Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.
Athugasemdir
banner
banner