Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. ágúst 2017 16:45
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 18. sæti: Brighton
Lykilmaðurinn.
Lykilmaðurinn.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórinn Chris Hughton.
Knattspyrnustjórinn Chris Hughton.
Mynd: Getty Images
Anthony Knockaert.
Anthony Knockaert.
Mynd: Getty Images
Glenn Murray.
Glenn Murray.
Mynd: Getty Images
Flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Í vikunni kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Brighton & Hove Albion eru mættir upp í efstu deild.

Lokastaða síðasta tímabils: 2. sæti í Championship
Markahæstur á síðasta tímabili: Glenn Murray (23)

Leiðin frá botninum
Brighton hefur klifrað frá botninum og upp í efstu deild. Framtíð félagsins var í mikilli óvissu þegar það varð heimilislaust 1997 en dyggir stuðningsmenn komu til bjargar.

Liðið var nálægt því að falla úr ensku deildakeppninni en hefur nú klifrað upp í deild þeirra bestu. Brighton stuðningsmaðurinn og pókerspilarinn Tony Bloom varð stjórnarformaður félagsins 2009 og hefur nútímavætt það. 2011 flutti það á glæsilega Amex leikvanginn og nýtt æfingasvæði var tekið í gagnið.

Stórt markmið náðist þegar Brighton komst upp í úrvalsdeildina á síðasta tímabili og innileg fagnaðarlæti brutust út meðal stuðningsmanna.

Frakkinn Anthony Knockaert var valinn leikmaður ársins hjá félaginu enda algjör burðarás í sóknarspilinu. Hann fær nú annað tækifæri til að skína á stóra sviðinu.

Árið 2014 vann Knockaert Championship-deildina með Leicester en spilaði aðeins 330 mínútur í úrvalsdeildinni undir stjórn Nigel Pearson. Hann hafnaði nýjum samningi hjá Leicester fyrir frægt Englandsmeistaratímabil félagsins.

Stjórinn: Chris Hughton
Hughton er í gríðarlega miklum metum hjá Brighton og hefur tekist að skapa mjög jákvætt andrúmsloft innan liðsins. Tók við Brighton í desember 2014 en hann stýrði áður Newcastle, Birmingham og Norwich. Brighton hefur gæði til að halda sér uppi en fallbarátta er þó líkleg.

Hvað þarf að gerast?
Burnley sýndi það á síðasta tímabili hverju öflugur heimavöllur geta skilað, liðið hélt sér uppi þrátt fyrir að vinna bara einn útileik. Brighton gæti leikið það eftir en liðið vann flesta leiki allra liða á heimavelli sínum í Championship-deildinni og fékk fæst mörk á sig. Liðið hefur nóg af leikmönnum í kringum þrítugt og með Glenn Murray, Steve Sidwell og Bruno fyrirliða er reynsluleysi ekki vandamálið.

Lykilmaður: Lewis Dunk
Það reyndist Brighton gríðarlega mikilvægt að halda varafyrliðanum en Crystal Palace reyndi að fá hann í sínar raðir í fyrra. Vel spilandi miðvörður sem er mikilvægur hlekkur í vonum Brighton í að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Fylgist með: Glenn Murray
Þessi 33 ára sóknarmaður var markakóngur Brighton á síðasta tímabili. Iðinn við markaskorun í Championship en hefur átt í meiri erfiðleikum gegn úrvalsdeildarvarnarmönnum. Hann vonast til að finna taktinn sem skilaði honum sjö mörkum í ellefu leikjum fyrir Crystal Palace 2015.

Komnir:
Pascal Gross (Ingolstadt)
Josh Kerr (Celtic)
Mathew Ryan (Valencia)
Markus Suttner (Ingolstadt)
Mathias Normann (FK Bodö/Glimt)
Izzy Brown (Chelsea) Lán
Steven Alzate (Leyton Orient)
Ales Mateju (Viktoria Plzen)
Davy Propper (PSV Eindhoven)

Farnir:
Elvis Manu (Genclerbirligi SK)
Jordan Maguire-Drew (Lincoln City)
Christian Walton (Wigan)
Oliver Norwood (Fulham) Lán

Þrír fyrstu leikir: Man City (H), Leicester (Ú) og Watford (Ú)

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. Brighton 31 stig
19. Huddersfield 24 stig
20. Swansea 16 stig

Spámennirnir: Alexander Freyr Einarsson, Arnar Geir Halldórsson, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson og Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.
Athugasemdir
banner
banner