Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   lau 07. september 2013 18:13
Magnús Már Einarsson
Lárus Orri: Dómarinn vanhæfur og eyðilagði leikinn
Lárus Orri Sigurðsson.
Lárus Orri Sigurðsson.
Mynd: Guðný Ág
,,Það er skelfilegt þegar maður lendir í svona leik. Maður er búinn að vera að undirbúa liðið og reyna að gera allt klappað og klárt og síðan mætir dómarinn í leikinn og er engan veginn hæfur í þetta," sagði Lárus Orri Sigurðsson þjálfari KF eftir 2-1 tap liðsins gegn Þrótti í 1. deild karla í dag.

Vladan Vukovic og Milos Glogovac fengu báðir að líta rauða spjaldið á sama tíma í fyrri hálfleik sem og Hlynur Hauksson leikmaður Þróttar. Lárus Orri vandaði Magnúsi Þórissyni dómara leiksins ekki kveðjurnar eftir leik.

,,Ég ætla ekki að gera honum það að segja að hann hafi haldið með Þrótti en hann var alveg skelfilegur. Hann eyðilagði þennan leik. Hann var vanhæfur í sínu hlutverki."

,,Ég veit ekki í hvaða heimi þessi maður er. Ég horfði á hann dæma á Þór - Fram á Akureyri um daginn og hann var arfaslakur. Það er kannski ekki óeðlilegt að hann sé að dæma í 1. deildinni í framhaldi af því."

,,Þá hlýtur framhaldið að vera það að hann fari að dæma í 2. deild eða neðar. Ef þetta eftirlitsmanna kjaftæði hjá KSÍ á að virka þá á þessi maður ekki að koma nálægt fyrstu og úrvalsdeildinni."


Milos Glogovac brjálaðist út í Magnús dómara eftir að Vladan Vukovic fékk rauða spjaldið á 40. mínútu. Eftir mikinn atgang fékk Milos einnig rauða spjaldið.

,,Ég ætla ekki að skamma Milos fyrir það. Hann var nýbúinn að fá dæmt á sig bull víti og okkar leikmaður var rekinn út af fyrir eitthvað algjört kjaftæði. Var hann að ræna hann upplögðu marktækifæri á miðjum vellinum? Þetta var engin svakaleg tækling. Langt frá því."

,,Það eru háar tilfinningar í þessu, það er mikið undir og ég ætla ekki að skamma Milos fyrir þetta. Ég vona að dómarinn sjái sóma sinn í að hafa almennilega skýrslu á Milos. Ég held að hann eigi að horfa á það sem átti sér stað áður en þetta skeður."


KF er nú fimm stigum á eftir Þrótti þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið á eftir að mæta Grindavík og Selfoss í síðustu tveimur leikjum og ekkert annað en sigur í báðum leikjunum dugar til að bjarga sætinu í deildinni.

,,Þetta er nánast búið. Við erum ekkert hættir. Við eigum Grindavík heima næst og það er klárt mál að við verðum að vinna næstu tvo leiki," sagði Lárus Orri.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner