„Tilfinningin er gríðarlega góð. Þetta gerist ekki sætara en þetta“. Sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Breiðabliks eftir 2-1 sigur á Þór/KA sem tryggði Blikum Íslandsmeistaratitilinn árið 2015.
Lestu um leikinn: Þór/KA 1 - 2 Breiðablik
„Mér fannst þetta aldrei spurning í seinni hálfeik eftir að við skoruðum fyrra markið. Þá vissi maður að við værum að fara taka þetta og gerðum það þokkalega sannfærandi fannst mér.“
„Það var mjög mikill vindur hérna í fyrri hálfeik. Við þurftum bara að vinna úr því. Við fáum á okkur klaufalegt mark en það skiptir ekki máli. Við skoruðum tvö mörk í seinni hálfleik og það skilur liðin að.“
Hvað var það sem skilaði Íslandsmeistaratitlinum?
„Ég myndi segja gríðarlega góð liðsheild. Það skiptir ekki máli hvort það voru leikmennirnir inná þeir sem voru útaf, þjálfarinn eða þeir sem standa bakvið liðið. Það voru allir að stefna í sömu átt og það skilaði sér.“
Nánar er rætt við Fanndísi í spilaranum fyrir ofan
Athugasemdir