Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 07. september 2015 02:14
Alexander Freyr Tamimi
Löggan henti landsliðinu út
Icelandair
Löggan bannaði fagnaðarlætin.
Löggan bannaði fagnaðarlætin.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ísland tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í sögunni, EM 2016 í Frakklandi, með markalausu jafntefli gegn Kasakstan í kvöld.

Skiljanlega vildi þjóðin fagna þessum sigri vel í kvöld og fjölmargir Íslendingar létu sjá sig í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Þangað voru landsliðsmennirnir einnig mættir til að fagna sögulegum árangri.

Þrátt fyrir að lög segi að skemmtistöðum í miðborginni beri að loka klukkan 01:00 á virkum dögum var fastlega búist við því að Íslendingar fengju að fagna einstöku augnabliki í íslenskri íþróttasögu í kvöld, enda um sögulegt augnablik að ræða. Hafði forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, til að mynda persónulega lofað strákunum að opið yrði lengur í bænum í kvöld. Sagði hann á Facebook síðu sinni að hann byggist ekki við því að landsliðsstrákarnie yrðu stöðvaðir í fagnaðarlátum sínum í kvöld.

Lögreglan réðst hins vegar með valdi á skemmtistaðinn b5 eftir eitt að nóttu, þar sem stuðningsmenn fögnuðu með íslenska landsliðinu, og landsliðsmönnum og öðrum var fleygt þaðan út. Fagnaðarlætin yfir frábærum árangri fengu því ekki að halda áfram.

Hér að neðan má sjá myndband af atburðarrásinni.

Athugasemdir
banner