Ísland tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í sögunni, EM 2016 í Frakklandi, með markalausu jafntefli gegn Kasakstan í kvöld.
Skiljanlega vildi þjóðin fagna þessum sigri vel í kvöld og fjölmargir Íslendingar létu sjá sig í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Þangað voru landsliðsmennirnir einnig mættir til að fagna sögulegum árangri.
Skiljanlega vildi þjóðin fagna þessum sigri vel í kvöld og fjölmargir Íslendingar létu sjá sig í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Þangað voru landsliðsmennirnir einnig mættir til að fagna sögulegum árangri.
Þrátt fyrir að lög segi að skemmtistöðum í miðborginni beri að loka klukkan 01:00 á virkum dögum var fastlega búist við því að Íslendingar fengju að fagna einstöku augnabliki í íslenskri íþróttasögu í kvöld, enda um sögulegt augnablik að ræða. Hafði forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, til að mynda persónulega lofað strákunum að opið yrði lengur í bænum í kvöld. Sagði hann á Facebook síðu sinni að hann byggist ekki við því að landsliðsstrákarnie yrðu stöðvaðir í fagnaðarlátum sínum í kvöld.
Lögreglan réðst hins vegar með valdi á skemmtistaðinn b5 eftir eitt að nóttu, þar sem stuðningsmenn fögnuðu með íslenska landsliðinu, og landsliðsmönnum og öðrum var fleygt þaðan út. Fagnaðarlætin yfir frábærum árangri fengu því ekki að halda áfram.
Hér að neðan má sjá myndband af atburðarrásinni.
Athugasemdir