Arsenal til í að opna veskið fyrir Lautaro - Gibbs-White á blaði Man City - Osimhen vill til Juve eða Englands
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
   mán 07. september 2015 02:14
Alexander Freyr Tamimi
Löggan henti landsliðinu út
Icelandair
Löggan bannaði fagnaðarlætin.
Löggan bannaði fagnaðarlætin.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ísland tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í sögunni, EM 2016 í Frakklandi, með markalausu jafntefli gegn Kasakstan í kvöld.

Skiljanlega vildi þjóðin fagna þessum sigri vel í kvöld og fjölmargir Íslendingar létu sjá sig í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Þangað voru landsliðsmennirnir einnig mættir til að fagna sögulegum árangri.

Þrátt fyrir að lög segi að skemmtistöðum í miðborginni beri að loka klukkan 01:00 á virkum dögum var fastlega búist við því að Íslendingar fengju að fagna einstöku augnabliki í íslenskri íþróttasögu í kvöld, enda um sögulegt augnablik að ræða. Hafði forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, til að mynda persónulega lofað strákunum að opið yrði lengur í bænum í kvöld. Sagði hann á Facebook síðu sinni að hann byggist ekki við því að landsliðsstrákarnie yrðu stöðvaðir í fagnaðarlátum sínum í kvöld.

Lögreglan réðst hins vegar með valdi á skemmtistaðinn b5 eftir eitt að nóttu, þar sem stuðningsmenn fögnuðu með íslenska landsliðinu, og landsliðsmönnum og öðrum var fleygt þaðan út. Fagnaðarlætin yfir frábærum árangri fengu því ekki að halda áfram.

Hér að neðan má sjá myndband af atburðarrásinni.

Athugasemdir
banner