mið 07. október 2015 18:13
Elvar Geir Magnússon
Blatter á leið í bann frá afskiptum af fótbolta
Sepp Blatter er í vandræðum.
Sepp Blatter er í vandræðum.
Mynd: Getty Images
Siðanefnd FIFA hefur ákveðið að forseti sambandsins, Sepp Blatter, þurfi að víkja úr starfi sínu í 90 daga. Formaður nefndarinnar er Þjóðverjinn Hans-Joachim Eckert.

Blatter yrði í banni frá afskiptum af fótbolta í 90 daga en öll spjót beinast að FIFA vegna rannsóknar á spillingamálum innan fótboltaheimsins.

Blatter er sakaður um svind og svínarí kringum sölu á sjónvarpsrétti sem hafi verið gegn hagsmunum FIFA. Þá er hann sakaður um að hafa greitt Michel Platini 1,3 milljónir punda en hann og Platini, sem er forseti UEFA, hafa báði neitað fyrir það að hafa haft rangt við.

Siðanefndin telur að það séu of erfiðar kringumstæður að Blatter sé enn við störf meðan á rannsókn stendur og að það sé mjög neikvætt fyrir fótboltann í heiminum.

Blatter hefur verið æðsti maður heimsfótboltans í 17 ár en í maí á þessu ári færðist fjör í leikinn þegar 14 háttsettir aðilar innan FIFA voru hanteknir og yfirheyrðir vegna ásakana um víðtæka spillingu.

Blatter verður væntanlega í banni þar til í janúar á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner