Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. október 2015 08:30
Magnús Már Einarsson
Efna til minningarmóts um leikmann Berserkja
Daníel í leik með Berserkjum.
Daníel í leik með Berserkjum.
Mynd: Berserkir
Laugardaginn 17. október næstkomandi mun fara fram minningarmót um Daníel Frey Sigurðarson. Daníel var leikmaður Berserkja í 3. deildinni en hann tók sitt eigið líf í síðasta mánuði.

Félagar Daníels úr Verzló standa að minningarmótinu. Hugmyndin með mótinu er að styrkja átakið Útmeða en það er átak gegn sjálfsvígum ungra karlmanna.

Einnig er öllum frjálst að leggja upphæð að eigin vali inn á rkn: 0313-26-001892, kt: 0809922709 sem mun líka fara í átakið.

Mótið mun fara fram á milli klukkan 13 og 17 þann 17. október næstkomandi í íþróttahúsi Verzlunarskólans.

„Fyrirkomulagið verður þannig að við biðjum fólk að mæta bara einhvern tímann á bilinu 13-17 og taka þátt til að fá dreifða þátttöku. Við laxmenn ætlum að vera þarna allan tímann þannig að við ættum aldrei að lenda í því að það verða of fá," segir í lýsingu á viðburðinum á Facebook en vegna mistaka þarf að fá boð til að hægt sé að skrá sig þar. Allir eru þó meira en velkomnir í mótið sjálft 17. október.

„Í síðasta lagi vil ég biðja alla(ekki bara verslinga) að mæta, ekki bara þá sem eru góðir í fótbolta og konur jafnt sem karla. Hugmyndin með þessu móti er ekki að vera með heimsmeistaramót. Sýnum stuðning okkar í verki, gerum það sem Danna þótti skemmtilegast að gera og látum sjá okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner