Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   mið 07. október 2015 12:05
Gunnar Birgisson
Emil Hallfreðs: Súrsæt tilfinning
Icelandair
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar Ísland tryggði sér sæti á EM í síðasta mánuði. Hann fylgdist með frá Ítalíu þegar farseðilinn til Frakklands var tryggður

„Það var súrsæt tilfinning. Þetta var frábært og ég var ótrúlega glaður að við værum búnir að tryggja okkur þetta. Það var leiðinlegt að vera heima í Verona að horfa á þetta í stað þess að taka þátt," sagði Emil við Fótbolta.net í dag.

Emil segir að ekkert verði gefið eftir í komandi leikjum gegn Lettlandi og Tyrklandi.

„Ég held að menn vilji klára þetta með stæl. Markmiðið er að fara í leikinn á móti Lettum og vinna. Það væri hálf kjánalegt að mæta afslappaður til leik og ætla að gefa ekki allt í þetta."

Aron Einar Gunnarsson er í banni gegn Lettum á laugardag sem eykur möguleikana á að Emil byrji á miðjunni. „Ég vonast til þess að byrja og hvort sem Aron er í banni eða ekki þá vonast maður eftir því að spila."

Hellas Verona er einungis með fjögur stig eftir sjö leiki í Serie A og byrjun tímabils hefur valdið vonbrigðum.

„Við erum búnir að vera með ótrúlega mikið af meiðslum. Það eru 6-7 úr byrjunarliðinu frá og þá er erfitt að spila okkar leik. Ég vil meina að við séum með sterkara lið í ár en í fyrra en þegar vantar marga í byrjunarliðið þá er erfitt að eiga toppleiki," sagði Emil.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner