banner
   mið 07. október 2015 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Gundogan telur að Klopp yrði góður hjá Liverpool
Ilkay Gundogan.
Ilkay Gundogan.
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan, miðjumaður Borussia Dortmund, telur að hans gamli þjálfari Jurgen Klopp muni gera góða hluti ef hann tekur við stjórnartaumunum hjá Liverpool.

Þjóðverjinn hefur verið sterklega orðaður við stjórastarfið hjá Anfield eftir að Brendan Rodgers var rekinn í kjölfar 1-1 jafnteflis Liverpool gegn Everton á laugardag.

Gundogan, sem var keyptur til Dortmund frá Nurnberg árið 2011 af Klopp, sér vel fyrir sér að sá síðarnefndi mæti til Bítlaborgarinnar.

„Ég hef ekki verið í mjög miklu sambandi við hann undanfarið og ég hef lítið fylgst með fréttunum, en ég tel að Klopp myndi passa frábærlega inn í mörg félög og Liverpool er eitt þeirra," sagði Gundogan.

„Auðvitað er þetta eitthvað sem ég sé fyrir mér að gæti gerst. Ég held að Klopp geti hjálpað mörgum af bestu liðum heims."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner