Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. október 2015 15:00
Elvar Geir Magnússon
Heldur að Ronaldo spili aldrei aftur fyrir Man Utd
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti, fyrrum þjálfari Real Madrid, telur að Cristiano Ronaldo muni klára ferilinn hjá spænska stórliðinu.

Portúgalinn hefur verið orðaður við Paris Saint-Germain og Manchester United auk þess sem vangaveltur hafa verið í gangi um að hann endi ferilinn í bandarísku MLS-deildinni.

„Hann er kominn í metabækurnar hjá Real Madrid með því að jafna markamet Raul. Ég get ekki ímyndað mér að hann yfirgefi Real Madrid," segir Ancelotti.

„Allir hjá félaginu elska hann og ég spái því að hann ljúki sínum ferli þar."

Þá útilokar Ancelotti það að hann muni enda taka við þjálfun í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann sé ákveðinn í að taka sér frí úr boltanum en sé tilbúinn að snúa aftur á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner