Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   mið 07. október 2015 16:29
Magnús Már Einarsson
Njósnari landsliðsins: Ísland getur unnið bestu liðin
Roland Andersson á æfingu landsliðsins í gær.
Roland Andersson á æfingu landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roland Andersson er maður sem hefur hjálpað íslenska landsliðinu mikið bakvið tjöldin undanfarin ár þó að lítið hafi farið fyrir honum. Roland hefur séð um að njósna um andstæðinga Íslands og leikgreina þá til að hjálpa Lars Lagerback og Heimi Hallgrímssyni.

„Undanfarin fjögur ár hef ég fylgst með andstæðingum ykkar. Ég hef reynt að greina hvernig liðin verjast og sækja og ég hef reynt að gefa góðar upplýsingar um einstaklingana í liðunum sem eru að fara að mæta Íslandi," sagði Roland við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun.

„Ég fer yfirleitt á leikina hjá liðunum sem Ísland mætir næst. Ég skoða líka liðin á myndböndum og reynia að gera nytsamlegar upplýsingar. Ég reyni að hafa þetta frekar stutt svo að þeir (Lars og Heimir) geti komið með nytsamlegar upplýsingar til leikmanna."

Roland er 65 ára gamall Svíi en hann vann áður sem aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins og nígeríska landsliðsins með Lars Lagerback. Roland hefur eins og fleiri hrifist af fótboltanum á Íslandi.

„Ég er alltaf hrifinn þegar ég kem til Íslands. Hæfileikar og hugarfar leikmanna er frábært. Í Svíþjóð eru líka íslenskir leikmenn sem eru að standa sig vel. Þeir eru mikils metnir út af hugarfari þeirra og vilja til að vinna fyrir liðið. Þeir setja liðið alltaf ofar en sig sjálfan."

Roland segir ekki vera ljóst hvort hann verði í starfsliði Íslands á EM næsta sumar.

„Ég veit það ekki. Ég er fyrst og fremst þjálfari en undanfarin ár hef ég ekki verið að þjálfa. Ég hef þjálfað í Sviss, Sádi-Arabíu, Katar og Dubai á ferlinum. Kannski tek ég að mér nýtt félagslið annars staðar í heiminum á næstu mánuðum svo ég veit ekki með næsta ár," sagði Roland.

„Ég hlakka til að sjá íslenska liðið spila í Frakklandi. Liðið hefur náð góðum úrslitum og það getur unnið bestu liðin. Ég er viss um að liðið getur líka staðið sig mjög vel í Frakklandi."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner