Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. október 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Pepe Reina skýtur á Rodgers
Reina er mikils metinn hjá stuðningsmönnum Liverpool.
Reina er mikils metinn hjá stuðningsmönnum Liverpool.
Mynd: Getty Images
Pepe Reina, fyrrum markvörður Liverpool, skaut nokkuð föstum skotum á sinn gamla yfirmann Brendan Rodgers eftir að Norður-Írinn var rekinn frá félaginu um helgina.

Reina, sem spilar í dag með Napoli, var aðalmarkvörður Liverpool í mörg ár og á fyrsta tímabili Rodgers við stjórnvölinn. Spánverjinn hafði áætlað að spila á Anfield í mörg ár í viðbót en lenti upp á kant við Rodgers og var í raun bolað burt frá félaginu.

Reina fór á láni til Napoli og gekk svo í raðir Bayern Munchen áður en hann sneri aftur til ítalska félagsins.

Markvörðurinn virðist vera í skýjunum með að Rodgers sé ekki lengur við stjórnvölinn hjá Liverpool, ef marka má orð hans á Twitter. Sagði hann að hann yrði alltaf stuðningsmaður Liverpool og vonaðist til að "gamla Liverpool kæmi til baka".




Athugasemdir
banner