mið 07. október 2015 15:30
Elvar Geir Magnússon
Verður Rodgers landsliðsþjálfari Englands á næsta ári?
Brosandi Brendan.
Brosandi Brendan.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers sem rekinn var úr stjórastól Liverpool á dögunum er kominn á lista enska knattspyrnusambandsins yfir stjóra sem gætu mögulega tekið við enska landsliðinu ef samningur Roy Hodgson verður ekki endurnýjaður.

Samningur Hodgson mun renna út eftir Evrópumótið næsta sumar en möguleg framlenging á samningi veltur á því hvernig liðinu vegnar í Frakklandi.

Eftir vonbrigðin á HM í Brasilíu í fyrra er talið að Hodgson þurfi að ná að koma liðinu í 8-liða úrslit að minnsta kosti til að eiga möguleika á að halda starfinu.

Heimildir herma að Rodgers hafi bæst á lista enska sambandsins en Gary Neville og Roberto Martinez hafa einnig verið nefndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner