Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Fulham á Englandi, kom færandi hendi er hann mætti í Vinakot í dag. Vinakot er þjónustumiðstöð fyrir börn sem eru að glíma við ýmis vandamál.
Meðal þess sem Raggi gaf þjónustumiðstöðinni var sjónvarp, Playstation 4 tölva, ásamt Fifa 17 og treyjuna sem hann spilaði í gegn Finnum í gær.
Meðal þess sem Raggi gaf þjónustumiðstöðinni var sjónvarp, Playstation 4 tölva, ásamt Fifa 17 og treyjuna sem hann spilaði í gegn Finnum í gær.
Ragnar gaf sér tíma til að spjalla við börnin, ásamt því að gefa fjölmargar eiginhandaráritanir og fengu ansi margir mynd af sér með EM hetjunni.
„Vinakot varð fyrir valinu því hér er fólk á ýmsum aldri sem á við ýmis vandamál að stríða. Þau geta gleymst stundum og það er ekki allt til alls hérna. Ég og unnusta mín, Ragnheiður Theodórsdóttir vildum hjálpa þeim aðeins."
„Þetta er mjög gefandi, það er gaman að geta glatt aðra og sjá hvað krakkarnir voru ánægðir með þetta," sagði Ragnar við Fótbolta.net.
Hvað er vinakot?
Vinakot starfrækir búsetuúrræði, heimaþjónustu og inngripsteymi ætlað börnum og ungmennum sem eru að glíma við fjölþættan vanda. Þessi vandi getur falið í sér hegðunarvanda, vímuefnavanda, geðsjúkdóma, fatlanir og þroskafrávik.
Þjónustuan er einstaklingsmiðuðog unnin í samráði og samstarfi við alla málsaðila.
Skjólstæðingar okkar koma víða að og tilheyra ýmist málefnum fatlaðra og/eða barnaverndar.
Meðal þess starfrækir Vinakot þjónustumiðstöð þar sem börn og ungmenni er veitt þjónusta yfir daginn sem og á sama tíma sinnir hlutverki sem einskonar félagsmiðstöð fyrir þá krakka sem eru hjá okkur í búsetu.
Athugasemdir