Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. nóvember 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dembele gæti náð El Clasico
Mynd: Getty Images
Svo gæti farið að Ousmane Dembele muni spila með Barcelona gegn erkifjendunum í Real Madrid í El Clasico á Þorláksmessu.

Dembele, sem varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Barcelona í sumar, meiddist í byrjun tímabilsins í september.

Hann meiddist aftan í læri og varð að fara í aðgerð.

Sérfræðingurinn sem framkvæmdi aðgerðina á Dembele segir að leikmaðurinn verði jafnvel klár í slaginn í lok desember, en upphaflega var talið að hann yrði frá út árið, að minnsta kosti.

„Þetta hefur gengið betur en búist var við," sagði Sakari Orava, sem gerði aðgerðina á Dembele í september.

„Gæti hann spilað gegn Real Madrid? Kannski, kannski, en ég get ekki verið fullviss um það núna."

„Hann fer að leika sér með bolta um miðjan nóvember."
Athugasemdir
banner
banner
banner