Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 07. nóvember 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eigandi West Ham: Moyes var besti kosturinn
Mynd: Getty Images
David Moyes var í dag ráðinn stjóri West Ham og mun hann stýra liðinu út þetta leiktímabil.

Moyes tekur við starfinu af Slaven Bilic sem var látinn taka pokann sinn eftir dapra byrjun á tímabilinu.

Stuðningsmenn West Ham eru flestir nokkuð áhyggjufullir vegna ráðningu Moyes þar sem hann hefur ekki staðið sig vel í síðustu störfum sínum. Síðast var hann stjóri Sunderland á síðasta tímabili, en hann hætti þar eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

David Gold, annar eiganda West Ham, hefur tjáð sig um ráðningu Moyes. Hann segir að Skotinn hafi verið besti kosturinn.

„Hann er reynslumikill og það er líklega aðalástæðan fyrir því að réðum hann, þetta er fullkomið starf fyrir hann og hann er fullkominn fyrir okkur," sagði Gold við Sky.

„Ég er mjög ánægður, hann var besti kosturinn í stöðunni og hann mun vonandi hjálpa okkur að breyta stöðunni."

Sjá einnig:
Moyes: Hungraður í að gera rétta hluti
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner