þri 07. nóvember 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Everton dreymir um Simeone
Diego Simeone.
Diego Simeone.
Mynd: Getty Images
Farhad Moshiri, eigandi Everton, er með Diego Simeone þjálfara Atletico Madrid efstan á óskalista sínum samkvæmt frétt Sky í dag. Moshiri er í leit að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Ronald Koeman var rekinn.

Simeone er samningsbundinn Atletico Madrid til 2020 og ólíklegt þykir að hann fari frá spænska félaginu á miðju tímabili.

Eins og kom fram í morgun þá hefur Everton einnig rætt við Sam Allardyce um að taka við.

David Unsworth, sem hefur stýrt Everton tímabundið í síðustu fjórum leikjum, kemur einnig til greina sem næsti stjóri sem og Marco Silva hjá Watford.

Sean Dyche, stjóri Burnley, hefur einnig verið orðaður við stöðuna en miðað við frétt Sky í dag er hann ekki inni í myndinin.
Athugasemdir
banner
banner
banner