Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. nóvember 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gafst upp eftir að stuðningsmaður hrækti á hann
Omar De Felippe.
Omar De Felippe.
Mynd: Getty Images
Omar De Felippe ákvað að segja starfi sínu lausu hjá Velez í Argentínu eftir að stuðningsmaður hrækti á hann.

Atviki átti sér stað eftir 2-0 tap gegn Union Santa Fe í gær.

Gengi Velez hefur verið arfaslakt á tímabilinu og eftir tapið var einum stuðningsmanni það nóg boðið að hann hrækti á þjálfarann. Eftir leikinn tilkynnti De Filippe að hann hefði gefist upp.

„Ég ætla að hætta eftir það sem gerðist á vellinum," sagði hann.

„Stuðningsmaður hrækti á mig. Ég læt ekki bjóða mér það, ég læt ekki bjóða mér að heimsk manneskja skuli hrækja á mig."

„Það er best fyrir mig að hætta núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner