Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. nóvember 2017 11:06
Magnús Már Einarsson
Horsens nær samkomulagi um kaup á Orra - Spilar á fimmtudag
Orri Sigurður Ómarsson.
Orri Sigurður Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið Horsens hefur náð samkomulagi við Val um kaup á varnarmanninnum Orra Sigurði Ómarssyni. Þetta staðfestir Bo Henriksen, þjálfari Horsens, í samtali við Horsens Folkeblad.

Orri skoðar aðstæður hjá Horsens í vikunni og spilar meðal annars æfingaleik gegn þýska félaginu Union Berlin á fimmtudaginn.

„Hann er ekki að koma á reynslu. Við höfum fylgst með honum lengi. Hann kemur hingað til að báðir aðilar geti séð hvorn annan og séð hvort þetta sé rétta skrefið," sagði Bo Henriksen en hann lék á sínum tíma með Val, ÍBV og Fram á Íslandi.

Miðvörðurinn Bubacarr Sanneh er á leið til FC Midtjylland um áramótin og hinn 22 ára gamli Orri á að fylla skarð hans.

Orri er uppalinn hjá HK en hann var á mála hjá danska félaginu AGF í þrjú ár áður en hann gekk í raðir Vals fyrir sumarið 2015.

Horsens er í sjötta sæti í dönsku úrvalsdeildinni eftir fimmtán umferðir en framherjinn Kjartan Henry Finnbogason spilar með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner