Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. nóvember 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Markahæsti maður Tékka ekki með gegn Íslandi
Icelandair
Matej Vydra.
Matej Vydra.
Mynd: Getty Images
Matej Vydra, framherji Derby, hefur dregið sig úr tékkneska landsliðshópnum fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi á morgun. Vydra hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og hann verður fjarri góðu gamni á morgun.

Vydra hefur skorað fimm mörk í nítján landsleikjum en hann var markahæstur í hópi Tékka fyrir leikinn gegn Íslandi.

Michal Krmencík hjá Victoria Plzen og Antonín Barák miðjumaður Udinese eru núna markahæstir í tékkneska hópnum en þeir hafa báðir skorað fjögur mörk með landsliðinu.

Vydra er 25 ára gamall en hann hefur skorað sex mörk með Derby í Championship deildinni á þessu tímabili. Hann hefur einnig leikið með Watford, WBA og Reading á Englandi.

Tímabilið 2012/2013 var hann valinn besti leikmaðurinn í Championship deildinni en hann spilaði þá með Watford.

Sjá einnig:
Tékkar tilkynna hópinn sem mætir Íslandi og Katar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner