Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. nóvember 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho bjartsýnn á að Pogba og Zlatan snúi aftur fljótlega
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er ánægður með að fá landsleikjahlé núna til að meiddir leikmenn liðsins geti færst nær endurkomu í liðið.

Paul Pogba og Michael Carrick hafa verið frá keppni síðan í september á meðan Zlatan Ibrahimovic og Marcos Rojo hafa ekkert komið við sögu á tímabilinu.

„Við erum með hóp leikmanna sem við vonumst til að nái að jafna sig eins fljótt og hægt er," sagði Mourinho.

„Þeir þurfa að leggja hart að sér á hverjum degi en þeir eru í góðri stöðu núna. Pogba, Ibrahimovic, Rojo, Fellaini."

„Þeir eru í góðri stöðu þannig að þegar við förum inn í þennan hluta tímabilsins, jólahlutann, þá verðum við í sterkri stöðu."

Athugasemdir
banner
banner
banner