Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. nóvember 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho þarf að selja áður en hann fær að kaupa
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Moruinho, stjóri Manchester United, hefur fengið þau skilaboð frá forráðamönnum félagsins að hann þurfi að selja leikmenn áður en hann fær að kaupa nýja í janúar. BBC greinir frá þessu í dag.

Mourinho hefur eytt 285 milljónum punda í sex nýja leikmenn á tveimur árum sínum hjá United.

Launakostnaður Manchester United hefur hækkað um 13,5% og forráðamenn félagsins segja að Mourinho þurfi að losa sig við menn áður en hann fær að kaupa.

Sá sem þykir líklegastur til að fara er vinstri bakvörðurinn Luke Shaw en hann hefur ekki byrjað neinn leik á þessu tímabili.

Framtíð Marouane Fellaini er einnig í óvissu en Belginn verður samningslaus næsta sumar og má hefja viðræður við önnur félög í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner