Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. nóvember 2017 08:48
Magnús Már Einarsson
Moyes tekinn við West Ham (Staðfest)
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
David Moyes hefur verið ráðinn stjóri West Ham. Moyes gerði samning við félagið út tímabilið.

Slaven Bilic var rekinn úr starfi í gær en West Ham situr í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Moyes hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Sunderland eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni síðastliðið vor. Moyes hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðan hann hætti hjá Everton árið 2013.

Hinn 54 ára gamli Moyes náði ekki að klára heilt tímabil með Manchester United og þá var hann einungis eitt ár í starfi hjá Real Sociedad á Spáni áður en hann tók við Sunderland þar sem hann var innan við ár við stjórnvölinn.

Hann fær nú alvöru verkefni við að rífa West Ham upp úr botnbaráttunni.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner