banner
   þri 07. nóvember 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólíklegt að Wenger fái refsingu fyrir Sterling-ummælin
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mun líklega sleppa við refsinu frá knattspyrnusambandinu vegna ummæla sem hann lét falla um helgina um Raheem Sterling, leikmann Manchester City.

Arsenal tapaði 3-1 gegn City og Wenger lét gaminn geisa þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

Annað mark City kom úr umdeildri vítaspyrnu sem City fékk eftir að Raheem Sterling féll eftir baráttu við Nacho Monreal.

„Mér fannst þetta ekki vera vítaspyrna. Við vitum að Sterling er góður í að dýfa sér. Hann gerir það mjög vel," sagði Wenger.

Einhverjir veltu því fyrir sér hvort Wenger myndi fá refsingu fyrir ummælin, en samkvæmt Sky verður svo ekki. Knattspyrnusambandið lítur ekki svo á að Wenger hafi farið yfir strikið.

Sjáðu atvikið á vef Vísis (1:10)

Sjá einnig:
Shearer: Wenger skuldar Sterling afsökunarbeiðni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner