Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. nóvember 2017 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pepe segir stuðningsmenn Besiktas betri en hjá Real
Pepe og félagar fagna fyrir framan stuðningsmenn Besiktas. Félagið er í þriðja sæti, fimm stigum eftir toppliði Galatasaray.
Pepe og félagar fagna fyrir framan stuðningsmenn Besiktas. Félagið er í þriðja sæti, fimm stigum eftir toppliði Galatasaray.
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðvörðurinn Pepe gagnrýnir stuðningsmenn Real Madrid, en Pepe fór til Besiktas í sumar eftir tíu ár hjá Real.

Pepe vann allt mögulegt á tíma sínum hjá stórveldinu en segir að stuðningsmenn Besiktas séu mun betri heldur en hjá Real.

„Stuðningsmenn Real verða kannski ekki ánægðir með þessi ummæli mín, en þeir eru ekki góðir stuðningsmenn," sagði Pepe við beIN Sports.

„Stuðningsmenn Besiktas, það eru góðir stuðningsmenn. Í hvert einasta skipti sem þú stígur á völlinn heyriru í stuðningsmönnum í 90 mínútur.

„Eftir leiki heyrum við lætin í stuðningsmönnum þar til snemma morguninn eftir."


Á þessu tímabili hafa stuðningsmenn Real meðal annars baulað á Karim Benzema, Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fyrir slakar frammistöður.
Athugasemdir
banner
banner