Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. nóvember 2017 10:15
Magnús Már Einarsson
Reading fjallar um sterkan föður Axels - Á ekki séns í sjómann
Andrés Guðmundsson og Axel Óskar fyrir nokkrum árum síðan!
Andrés Guðmundsson og Axel Óskar fyrir nokkrum árum síðan!
Mynd: Reading
U21 árs landsliðsmaðurinn Axel Óskar Andrésson spilaði fyrr á þessu tímabili sína fyrstu leiki með aðalliði Reading í enska deildabikarnum. Um síðustu helgi var Axel á varamannabekknum gegn Derby í Championship deildinni.

Á heimasíðu Reading er í dag skemmtileg grein um Axel og föður hans Andrés Guðmundsson. Andrés var á sínum tíma sterkasti maður Íslands og öflugur kúluvarpari.

„Hann tók þátt í kraftakeppnum í mörg ár. Ég fylgdist með honum og leit upp til hans á hverjum einasta degi," segir hinn 19 ára gamli Axel um föður sinn.

„Hann var einnig innblástur minn í að fara í íþróttir. Auðvitað ekki í fótbolta en ég get notað styrk minn þar, ég er með góð gen. Hann bjó þau til og þetta hefur hjálpað mér í gegnum árin."

Sjálfur segist Andrés aldrei hafa verið í fótboltanum. „Ég hugsaði aldrei um fótbolta. Hann (Axel) fæddist með fótboltann í sér. Hann var alltaf að henda og sparka í bolta. Það var ótrúlegt."

Axel var í yngri flokkum Aftureldingar en hann gekk í raðir Reading þegar hann var 16 ára. Jökull, yngri bróðir Axels, er 16 ára markvörður sem er einnig á mála hjá Reading en hann samdi við félagið fyrr á þessu ári.

Andrés fylgist vel með sonum sínum í boltanum en hann hefur ennþá betur þegar hann og Axel takast á í sjómann!

„Ég ætla ekki að ljúga. Ég hef ekki unnið hann og mun líklega aldrei gera það en ég ætla að reyna það til síðasta dags í lífiinu! Ég hef oft reynt að vinna hann," sagði Axel léttur í bragði.

Smelltu hér til að lesa greinina í heild á vef Reading
Athugasemdir
banner
banner
banner