Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 07. nóvember 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Rose þakkar sálfræðingum fyrir hjálpina
Rose á flugi.
Rose á flugi.
Mynd: Getty Images
Danny Rose, vinstri bakvörður Tottenham og enska landsliðsins, hefur þakkað sálfræðingum fyrir að hjálpa sér í gegnum erfið meiðsli á þessu ári. Hinn 27 ára gamli Rose er byrjaður að spila aftur eftir tæplega níu mánaða fjarveru.

„Ég hélt að ég yrði frá í nokkrar vikur en vikurnar urðu að mánuðum og ég sá ekki fram á að spila á næstunni," sagði Rose.

„Það er gott að ræða við fólk og deila vandamálunum með þeim. Ég vildi óska þess að ég hefði gert það í byrjun í meiðslunum."

„Mér finnst ég vera sterkari eftir meiðslin. Þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin á tíu ára atvinnumannaferli mínum. Ég vona að þetta gerist ekki aftur en ef það gerist þá veit ég við hverju á að búast. Það mun hjálpa mér að vita að ég er ekki einn."

„Það er fólk sem er tilbúið að hjálpa mér, ekki bara í fótboltanum. Þeir geta hjálpað þér að batna, ekki einungis líkamlega heldur andlega einnig."

Athugasemdir
banner
banner
banner